Tímafrekara að keyra en að hjóla

Fólk bætir heilsu sína með því að hjóla í vinnuna og getur slakað á í strætó í staðinn fyrir að takast á við stressandi borgarumferðina.

Og það sem meira er; þessir ferðamátar eru ekki eins tímafrekir og ferðir í einkabíl. Þetta er niðurstaða B.Sc.-ritgerðar Jónatans Atla Sveinssonar í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að niðurstaðan fáist með því að leggja saman þann tíma sem fer í að fara til og frá vinnu og þann tíma sem það tekur meðalmanninn að vinna fyrir ferðalaginu.

mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert