Vilja urða síldina á hafi úti

Heimamenn og fulltrúar stjórnvalda funda á morgun og ræða um …
Heimamenn og fulltrúar stjórnvalda funda á morgun og ræða um síldina í Kolgrafafirði.Mynd úr safni. Af vef umhverfisráðuneytisins/ Róbert Arnar Stefánsson

„Við munum fara yfir reynsluna af veiðunum síðustu daga, viðbrögð við síldardauða, bæði verðmætabjörgun og hvernig farga eigi dauðri síld og ræða um hvað sé mögulegt að gera til lengri tíma,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði.

Fulltrúar stjórnvalda munu funda með heimamönnum um aðgerðir í hádeginu á á morgun, en Grundfirðingar og aðrir nærsveitarmenn búa sig nú undir hugsanlegan síldardauða í Kolgrafafirði.

Rætt hefur verið við heimamenn um hvernig best sé að bregðast við hugsanlegum síldardauða. Að sögn Sigurborgar verður rætt hvernig hægt er að bjarga verðmætum á meðan síldin er enn nýtanleg, drepist hún í firðinum og þá verður einnig rætt hvernig best er að urða síldina.

Mörg þúsund tonn af dauðri síld voru grafin í fjörunni í Kolgrafafirði í lok febrúar á þessu ári, þegar mörg tonn af dauðri síld rak upp í fjöruna. Að sögn Sigurborgar vilja heimamenn heldur farga síldinni í sjó.

„Við leggjum áherslu á að taka þurfi ákvarðanir um varanlegar aðgerðir,“ segir Sigurborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert