Vilja urða síldina á hafi úti

Heimamenn og fulltrúar stjórnvalda funda á morgun og ræða um …
Heimamenn og fulltrúar stjórnvalda funda á morgun og ræða um síldina í Kolgrafafirði.Mynd úr safni. Af vef umhverfisráðuneytisins/ Róbert Arnar Stefánsson

„Við mun­um fara yfir reynsl­una af veiðunum síðustu daga, viðbrögð við síld­ar­dauða, bæði verðmæta­björg­un og hvernig farga eigi dauðri síld og ræða um hvað sé mögu­legt að gera til lengri tíma,“ seg­ir Sig­ur­borg Kr. Hann­es­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Grund­arf­irði.

Full­trú­ar stjórn­valda munu funda með heima­mönn­um um aðgerðir í há­deg­inu á á morg­un, en Grund­firðing­ar og aðrir nærsveit­ar­menn búa sig nú und­ir hugs­an­leg­an síld­ar­dauða í Kolgrafaf­irði.

Rætt hef­ur verið við heima­menn um hvernig best sé að bregðast við hugs­an­leg­um síld­ar­dauða. Að sögn Sig­ur­borg­ar verður rætt hvernig hægt er að bjarga verðmæt­um á meðan síld­in er enn nýt­an­leg, drep­ist hún í firðinum og þá verður einnig rætt hvernig best er að urða síld­ina.

Mörg þúsund tonn af dauðri síld voru graf­in í fjör­unni í Kolgrafaf­irði í lok fe­brú­ar á þessu ári, þegar mörg tonn af dauðri síld rak upp í fjör­una. Að sögn Sig­ur­borg­ar vilja heima­menn held­ur farga síld­inni í sjó.

„Við leggj­um áherslu á að taka þurfi ákv­arðanir um var­an­leg­ar aðgerðir,“ seg­ir Sig­ur­borg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert