5,0% atvinnuleysi í október

At­vinnu­leysi var 5,0% í októ­ber sam­kvæmt Vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands. Í mánuðinum voru að jafnaði 186.300 manns á vinnu­markaði. Af þeim voru 177.000 starf­andi og 9.300 án vinnu og í at­vinnu­leit.

At­vinnuþátt­taka mæld­ist 81,5%, hlut­fall starf­andi 77,5% og at­vinnu­leysi var 5%. Sam­an­b­urður októ­ber 2012 og 2013 sýn­ir að at­vinnuþátt­taka hef­ur auk­ist nokkuð á milli ára eða um 2,6 pró­sentu­stig, hlut­fall starf­andi jókst um 2,1 pró­sentu­stig og hlut­fall at­vinnu­lausra jókst um 0,6 pró­sentu­stig.

Árstíðaleiðrétt­ur fjöldi fólks á vinnu­markaði í októ­ber 2013 var 189.200 sem jafn­gild­ir 83% at­vinnuþátt­töku sem er sami fjöldi og sept­em­ber en hlut­fallið þá var litlu lægra eða 82,6%. Fjöldi at­vinnu­lausra var 10.800 og minnkaði um 900 manns á milli sept­em­ber og októ­ber 2013. Hlut­fall at­vinnu­lausra var 5,7% í októ­ber en var 6,2% í sept­em­ber. Fjöldi starf­andi í októ­ber 2013 var 178.400 eða 78,2% en var 177.600 eða 77,5% í sept­em­ber 2013. Sam­kvæmt árstíðaleiðrétt­ingu minnkaði at­vinnu­leysi um 0,5 pró­sentu­stig á milli mánaða og hlut­fall starf­andi jókst um 0,7 pró­sentu­stig. 

Leitni árstíðaleiðrétt­ing­ar á vinnu­aflstöl­um sýn­ir að á síðustu sex mánuðum hef­ur fólki á vinnu­markaði fjölgað um 2,1% og at­vinnuþátt­taka því auk­ist um 0,8 pró­sentu­stig. Þrátt fyr­ir að sjálf mæl­ing­in og árstíðaleiðrétt­ing­in sýni nokkra hreyf­ingu á at­vinnu­leys­inu þá sýn­ir leitn­in litl­ar breyt­ing­ar hvort sem litið er til fjölda eða hlut­falls. Starf­andi fólki fjölgaði um 3.800 á þessu tíma­bili eða um 2,2% og hlut­fall þess af mann­fjölda jókst um 0,8 pró­sentu­stig. Þegar litið er á þróun leitni síðustu 12 mánaða hef­ur fólki á vinnu­markaði fjölgað um 4,2%, fjöldi starf­andi auk­ist um 4,2%, fjöldi utan vinnu­markaðar fækkað um 12% og fjöldi at­vinnu­lausra stend­ur í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert