Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður og öll ákvæði um hana felld brott úr lögum um mannanöfn. Einnig er lagt til að þær kvaðir sem lög um mannanöfn fela í sér varðandi ættarnöfn verði felldar brott.
Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði hverjum manni að kenna sig til föður eða móður nema hann kjósi að bera ættarnafn. Einnig er lagt til að fellt verði brott það ákvæði að óheimilt sé að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi.