Vilja varðveita menninguna stafrænt

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Markmið þessarar þingsályktunartillögu er annars vegar að koma í veg fyrir að menningarverðmæti glatist eða eyðileggist og hins vegar að auðvelda fólki aðgang að menningarverðmætum sem væri að finna á stafrænu formi.“

Þetta segir í greinargerð með þingsályktunartillögu sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, hafa lagt fram á Alþingi þess efnis að mennta- og menningarmálaráðherra verði falið að setja fram „markvissa, heildstæða og metnaðarfulla stefnu um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi og leggja drög að því að verkið verði unnið á næstu 10–20 árum eftir því hversu umfangsmikið það verður talið.“

Ennfremur segir í greinargerðinni að kveikjan að þingsályktunartillögunni sé grein sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, hafi ritað í Sunnudagsblað Morgunblaðsins í janúar 2011 þar sem hann gerði að umtalsefni sínu hugmyndir í Evrópu um varðveislu evrópsks menningararfs á stafrænu formi og hvernig bækur, skjöl og fornminjar hafi eyðilagst í heiminum meðal annars vegna hernaðarátaka og náttúruhamfara.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert