Byrja að smala um tvöleytið

Bátur Gæslunnar kominn inn fyrir brú í Kolgrafafirði en byrjað …
Bátur Gæslunnar kominn inn fyrir brú í Kolgrafafirði en byrjað verður að sprengja kl. 14. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að hefja aðgerðir í Kolgrafaf­irði á Snæ­fellsnesi um tvöleytið. Notaðir verða tund­urþræðir og síld­inni smalað út úr firðinum. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur tekið yfir sam­hæf­ingu aðgerða vegna síld­ar­inn­ar sem nú er í Kolgrafaf­irði.

Land­helg­is­gæsl­an mun sjá um fram­kvæmd þeirra aðgerða, sem gert er ráð fyr­ir að fari fram á morg­un, fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber.

Aðgerðirn­ar voru rædd­ar í sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð í gær á fundi með full­trú­um al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is, at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is, Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Vega­gerðar­inn­ar, Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar og Sýslu­manns Snæ­fell­inga, Stykk­is­hólmi. Þá voru aðgerðirn­ar kynnt­ar og rædd­ar á fundi með heima­mönn­um í Kolgrafaf­irði síðdeg­is í gær

Smöl­un síld­ar með smá­sprengj­um er þekkt aðferð sem áður var notuð með góðum ár­angri við nóta­veiðar en er nú víðast hvar bönnuð sem veiðiaðferð. Eru því nokkr­ar von­ir bundn­ar við að hægt sé að hrekja síld­ina út úr firðinum með þess­um hætti, seg­ir á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Bát­ar á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa í dag verið að koma smá­sprengj­un­um fyr­ir í firðinum. Varðskipið Þór ann­ast vett­vangs­stjórn á sjó vegna aðgerðanna.

Vegna aðgerðanna verður Kolgrafa­fjörður lokaður í dag fyr­ir bátaum­ferð og veiði og veg­ur­inn inn­an fjarðar verður sömu­leiðis lokaður al­mennri um­ferð. Eft­ir sem áður verður opið fyr­ir um­ferð um brúna sjálfa, en ekki verður heim­ilt að stöðva öku­tæki á brúnni.

Fylgst verður grannt með ár­angri aðgerðanna, magni síld­ar og súr­efn­is­stöðu fjarðar­ins í því skyni að geta gripið til aðgerða á ný með skömm­um fyr­ir­vara þegar og ef þurfa þykir.

.

Allt með kyrrum kjörum í Kolgrafafirði ennþá.
Allt með kyrr­um kjör­um í Kolgrafaf­irði ennþá. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nokkur stærri skip bíða fyrir utan brúnna yfir Kolgrafafjörð.
Nokk­ur stærri skip bíða fyr­ir utan brúnna yfir Kolgrafa­fjörð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert