Deilt um deiliskipulag í borgarráði

Fyrirhuguð byggð í Vesturbugt. Gras verður á húsþökum.
Fyrirhuguð byggð í Vesturbugt. Gras verður á húsþökum.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti í dag breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi, ann­ars veg­ar fyr­ir gömlu höfn­ina og Vest­ur­bugt með áherslu á vist­væna byggð, og hins veg­ar fyr­ir Ný­lendureit­inn svo­kallaða þar sem reit­ur­inn er smækkaður og bygg­ing­ar­reit­ur rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar er þrengd­ur. 

Mbl.is fjallaði um breyt­ing­arn­ar fyrr í þess­um mánuði þegar þær voru samþykkt­ar í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Grund­völl­ur fyr­ir iðandi mann­líf

Breyt­ing­in á gömlu höfn­inni og Vest­ur­bugt með áherslu á vist­væna byggð var samþykkt með fimm at­kvæðum full­trúa Besta flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna. Í frétt frá borg­inni seg­ir að nýja byggðin muni ein­kenn­ast af vönduðum al­menn­ings­rým­um og at­vinnu­hús­næði á jarðhæð sem mun skapa grund­völl fyr­ir iðandi mann­líf. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­ráði, þeir Júlí­us Víf­ill Ingvars­son og Kjart­an Magnús­son, sátu hjá við af­greiðslu máls­ins en létu bóka at­huga­semd­ir. Telja þeir að með nýju deili­skipu­lagi sé verið að loka á tengsl gamla vest­ur­bæj­ar­ins við höfn­ina. Of lít­il áhersla sé á opin svæði og gert sé ráð fyr­ir of fáum bíla­stæðum við hverja íbúð á svæðinu. Enn frem­ur benda þeir á að Gra­eme Massie arkí­tekt­ar, sem áttu vinn­ingstil­lög­una í op­inni hug­mynda­sam­keppni um ramma­skipu­lag gömlu hafn­ar­inn­ar, hafi sent frá sér til­kynn­ingu um að stóra þætti í vinn­ingstil­lög­unni sé ekki að finna í deili­skipu­lag­inu. 

Of fá bíla­stæði rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar

Til­lag­an um breyt­ing­ar á deilu­skipu­lagi Ný­lendureits­ins var einnig samþykkt með fimm at­kvæðum Besta flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna. Helsta breyt­ing deili­skipu­lags Ný­lendureits felst í smækk­un reits­ins. Ákveðið hef­ur verið að falla frá því að færa Mýr­ar­götu norður fyr­ir Slipp­fé­lags­húsið, Mýr­ar­götu 2-4. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu einnig hjá við af­greiðslu þessa máls en lögðu einnig fram til­lögu um að skoða hvort hægt sé að koma rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unni fyr­ir á rúm­betri stað. Þeirri til­lögu var vísað til meðferðar um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu hjá við af­greiðslu máls­ins. Í bók­un þeirra koma fram þau sjón­ar­mið að þeir telji að verið sé að reyna að koma of stórri bygg­ingu fyr­ir á of þröngri lóð. Aðeins sé gert ráð fyr­ir þrem­ur bíla­stæðum, sem muni hvergi nærri duga fyr­ir starf­semi kirkj­unn­ar. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert