Hæstiréttur hafnaði beiðni Hraunavina

Unnið við Álftanesveg.
Unnið við Álftanesveg. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að ekki verði leitað ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins um það hvort Hrauna­vin­ir og þrenn önn­ur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök eigi lögvar­inna hags­muna að gæta vegna lagn­ing­ar nýs Álfta­nes­veg­ar.

Málið teng­ist lagn­ingu nýs Álfta­nes­veg­ar á um 3,8 km kafla frá Engi­dal í Garðabæ að Suður­nes­vegi á Álfta­nesi. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in kveða nýja veg­stæðið fara meðal ann­ars um Gálga­hraun, sem mun hafa verið á nátt­úru­m­inja­skrá allt til þess að það var friðlýst 6. októ­ber 2009.

Í dómi Hæsta­rétt­ar er vísað til Árósa­samn­ings­ins sem Ísland hef­ur full­gilt og voru efn­is­regl­ur samn­ings­ins leidd­ar í ís­lensk­an rétt með setn­ingu laga nr. 130/​2011 um úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála og laga nr. 131/​2011 um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna full­gild­ing­ar Árósa­samn­ings­ins, sem bæði öðluðust gildi 1. janú­ar 2012.

Árósa­samn­ing­ur­inn er fjölþjóðleg­ur, svæðis­bund­inn samn­ing­ur á sviði um­hverf­is­mála sem fel­ur í sér þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar af hálfu aðild­ar­ríkj­anna sem þeim ber að fylgja og koma til fram­kvæmda í lands­rétti. Snýr hann meðal ann­ars að skyldu aðild­ar­ríkj­anna til að tryggja al­menn­ingi rétt­láta meðferð í mál­um sem varða um­hverfið. „Meðal þess svig­rúms sem Árósa­samn­ing­ur­inn eft­ir­læt­ur aðild­ar­ríkj­un­um er að meta við full­gild­ingu samn­ings­ins hvor af tveim­ur leiðum sem hann ger­ir ráð fyr­ir, stjórn­sýslu­leið eða dóm­stóla­leið, henti bet­ur í viðkom­andi aðild­ar­ríki til að tryggja al­menn­ingi aðgang að rétt­látri málsmeðferð. Hér á landi valdi lög­gjaf­inn stjórn­sýslu­leiðina,“ seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar.

Þá seg­ir að skuld­bind­ing­ar Íslands á grund­velli Árósa­samn­ings­ins og til­skip­un­ar 2011/​92/​ESB, sem fól í sér end­urút­gáfu á til­skip­un 85/​337/​EBE með síðari breyt­ing­um, séu skýr­ar og ótví­ræðar og sé því ekki uppi sá vafi í mál­inu að nauðsyn­legt sé að leita ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins um þau efn­is­atriði sem beiðni sókn­araðila lýt­ur að.

Veiga­mikið sam­fé­lags­legt hlut­verk

Þegar málið var sent til dóm­stóla í sept­em­ber síðastliðnum sagði í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um að um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök á Íslandi gegni veiga­miklu sam­fé­lags­legu hlut­verki við hags­muna­gæslu í þágu ósnort­inn­ar nátt­úru og um­hverf­is­vernd­ar. „Í þeim þjóðrétt­ar­leg­um skuld­bind­ing­um sem Ísland hef­ur und­ir­geng­ist, s.s. með EES-samn­ingn­um og með full­gild­ingu Árósa­samn­ings­ins, er þetta hlut­verk viður­kennt og þar á meðal nauðsyn þess að um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafi greiðan aðgang að réttar­úr­ræðum og rétt­látri málsmeðferð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert