Þarf að greiða tvo milljarða vegna sjálfskuldaábyrgðar

Hannes Smárason
Hannes Smárason Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur féllst í dag á kröfu Lands­bank­ans um að Hann­es Smára­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FL Group, þurfi að greiða bank­an­um 1.964.913.069 kr. vegna sjálf­skuld­arábyrgðar sem Hann­es gekkst und­ir þann 4. des­em­ber árið 2007. 

Sjálf­skuld­arábyrgðin var gef­in út fyr­ir lán­veit­ing­um til handa tveim­ur einka­hluta­fé­lög­um, ann­ars veg­ar Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Prim­usi ehf., (nú FI fjar­fest­ing­ar ehf.), og hins veg­ar Eign­ar­halds­fé­lag­inu Odda­flugi ehf., (nú EO eign­ar­halds­fé­lag ehf.). 

Hann­es hafði uppi gagn­sök í mál­inu og krafðist ógild­ing­ar sjálf­skuld­arábyrgðar­inn­ar ell­egar að henni yrði vikið til hliðar með dómi. Hann bar meðal ann­ars fyr­ir sig að Lands­bank­inn hefði haft allt frum­kvæði að gerð sjálf­skuld­arábyrgðar­inn­ar og að hann hefði sjálf­ur ekki verið í neinni stöðu til að átta sig á því hvernig komið var fyr­ir ís­lensku bönk­un­um í des­em­ber­byrj­un árið 2007. 

Ekki var fall­ist á rök­semd­ir Hann­es­ar, en Lands­bank­inn var dæmd­ur sýkn af gagn­sök­um hans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert