Kröfur vegna peninga sem „voru aldrei til“

Pétur Blöndal segir verðmæti félaga hafa að stórum hluta byggst …
Pétur Blöndal segir verðmæti félaga hafa að stórum hluta byggst á froðu. mbl.is/Kristinn

Meginskýringin á því hvers vegna gjaldþrota íslensk eignarhaldsfélög gátu skilið eftir sig slóð hundruð milljarða ógreiddra krafna í þrotabú eftir efnahagshrunið á rætur í hringferli fjár sem í raun var aldrei til af því að féð fór í hring.

Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, en tilefnið eru nýjar tölur Creditinfo sem sýna að lýstar kröfur í gjaldþrota fyrirtæki á tímabilinu 21. apríl 2009 til 18. nóvember á þessu ári nema alls 555 milljörðum króna.

„Ástæður þessa eru hringferlar fjár sem menn notuðu til þess að auka eigin fé fyrirtækja án þess að neitt væri í gangi,“ segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Péturs töpuðu um 55.000 fjölskyldur á Íslandi um 80.000 milljónum þegar hlutabréf urðu verðlaus í kjölfar hrunsins, eða um 103 milljörðum á núvirði. Til viðbótar hafi um 400 aðilar og einstaklingar sem áttu hlutabréf fyrir 50 milljónir eða meira tapað miklu. Verðmæti bréfanna hafi að stórum hluta verið byggt á froðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert