Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna sem fela það í sér að skuldir þeirra gætu lækkað í kringum 130 milljarða króna.
Um verður að ræða blandaða leið beinna niðurfellinga á verðtryggðum lánum og skattaafsláttar við greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta í Morgunblaðinu og viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
Ekki er gert ráð fyrir ríkisábyrgð né heldur að skuldir ríkisins aukist. Eftir því sem næst verður komist munu beinar niðurfellingar nema ríflega helmingi þeirrar upphæðar sem skuldir heimilanna gætu samtals lækkað um miðað við tillögur stjórnarflokkanna. Jafnframt verður náð fram lækkun skulda um tugi milljarða með skattaafslætti á greiðslu séreignarlífeyris inn á fasteignalán en sá afsláttur gæti varað í 3-5 ár.
Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar beðið