„Velja alltaf skammtímalausnir“

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

 „Vandinn við íslenska stjórnmálamenn, hvort heldur vinstri-, miðju- eða hægrimenn, er að þeir velja alltaf skammtímalausnir," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank í viðtali við Bloomberg. 

„Þannig var í pottinn búið þegar allt var á uppleið á Íslandi. Þá vildi engin horfa til framtíðar. Þannig er jafnframt í pottinn búið í dag, þar sem stjórnmálamenn eru æstir í að senda öllum tékka til þess að tryggja vinsældir sínar til næstu ára,“ segir enn fremur í frétt Bloomberg.

Bloomberg ræðir einnig við  Patrick Lenain, hagfræðing hjá OECD, sem segir að áform ríkisstjórnarinnar veki spurningar um hvort Ísland sé á réttri leið.

Ef þetta verði gert í gegnum skattkerfið þýði það minni skatttekjur ríkissjóðs. Það verði einnig að hafa í huga kostnað við slíkar aðgerðir og tryggja að þær séu fjármagnaðar á ásættanlegan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert