Borgin skoðar háhraðalest

Norsk hraðlest.
Norsk hraðlest.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að taka þátt í áframhaldandi könnun á tækifærum tengdum lestartengingum á milli borgarinnar og Keflavíkurflugvallar og mun leggja 2,3 milljónir króna í verkefnið. Þetta kemur fram í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dagsettu 26. nóvember síðastliðinn en það var lagt fram á fundi borgarráðs í gær.

„Fasteignafélagið Reitir kynnti nýlega fyrir Reykjavíkurborg vinnu við athugun á möguleikum tengdum lestarsamgöngum á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Runólfur Ágústsson hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun ehf. hefur unnið að verkefninu fyrir Reiti,“ segir ennfremur í bréfinu en hugmyndin snýst um háhraðalest á milli flugvallarins og borgarinnar.

Þá segir að ásamt Reitum sé Ístak, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Landsbankinn, verkfræðistofan Efla og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar þátttakendur í verkefninu. Reykjavíkurborg hefur sem fyrr segir ákveðið að taka þátt í verkefninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert