Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boða til sameiginlegs blaðamannafundar á morgun 30. nóvember. Á fundinum verða kynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Fundurinn fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu og hefst hann kl. 16.
Einnig mun Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, fara yfir forsendur, framkvæmd og áhrif aðgerðanna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.