Meiri gjaldeyrisútgjöld og minni tekjur

mbl.is/Kristinn

Ríkissjóður mun verða af milljarðatekjum á næstu árum verði olíufélögunum gert skylt að blanda endurnýjanlegu eldsneyti í olíu og bensín.

Þessu til viðbótar þurfa olíufélögin að verja sömu fjárhæðum aukalega í erlendum gjaldeyri til að kaupa eldsneytið erlendis. Fjármunirnir munu renna í vasa framleiðenda erlendis, en innlendir aðilar eru ekki í stakk búnir til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lögin koma til framkvæmda eftir mánuð en þrátt fyrir það taka sektarákvæði laganna ekki gildi fyrr en níu mánuðum eftir að ákvæði um lágmarkshlutfall endurnýjanlegs hlutfalls tekur gildi. Olíufélögin munu því geta virt ákvæðið að vettugi án þess að eiga það á hættu að verða sektuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert