Öryggistilfinningin að bresta

Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni höfuðborgarsvæðisins. F.v. Ásgerður Halldórsdóttir, …
Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni höfuðborgarsvæðisins. F.v. Ásgerður Halldórsdóttir, Ari Kristinn Jónsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Haraldur Sverrisson og Gunnar Einarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Á höfuðborgarsvæðinu finna menn fyrir aukinni bjartsýni um framtíðarhorfur. Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Fyrirtæki eru farin að spyrjast fyrir um lóðir undir atvinnuhúsnæði.

En bjartsýnin er tempruð. Mikil óvissa er ríkjandi. Miklu skiptir hver niðurstaða komandi kjarasamninga verður. Þá hafa menn miklar áhyggjur af stöðu heilbrigðisþjónustunnar. Er það orðað svo að öryggistilfinning fólks sé við það að bresta.

Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni höfuðborgarsvæðisins sem Morgunblaðið efndi til í vikunni í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Fram kom einnig að á síðustu árum hefur orðið gerbreyting á samstarfi bæjarstjórnanna á svæðinu. Horft sé á vandamálin heildstætt og þau leyst þannig en ekki í samkeppni eða á forsendum eins aðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert