Víkingarokkið dynur í Eldborg

Eldborg í Hörpu hefur líklega aldrei verið nær því að gjósa en þessa dagana þar sem 270 manns koma saman á sviðinu til að framreiða víkingarokk af bestu gerð. Þar sameina krafta sína Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skálmöld ásamt Karlakór Reykjavíkur, kammerkórnum Hymnodiu og Skólakór Kársnesskóla og óhætt er að segja útkoman sé í þyngra lagi.  

Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum en á efnisskránni er meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka og það er tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sem hefur fært víkingaskotinn þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning.

Mbl.is leit inn á æfingu í gær þar sem leikið var fyrir stútfullu húsi af grunnskólakrökkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert