Greiða 37,5 milljarða á næsta ári

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að gert sé ráð fyrir að bankaskatturinn skili ríkissjóði 37,5 milljörðum á næsta ári. Stærstu hluti þessa skatts verði greiddur af fjármálafyrirtækjum í slitameðferð.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram í haust, er reiknað með að fjármálafyrirtækjum í slitameðferð greiði 11,3 milljarða til ríkissjóðs á næsta ári. Bjarni sagði að reiknað væri með að þessi skattur yrði hækkaður enn meira og fjármálafyrirtækin greiddu samtals 37,5 milljarða í bankaskatt á árinu 2014.

Bjarni sagði að gert væri ráð fyrir að tekjur af þessari skattlagningu næstu fjögur árin færu í að fjármagna skuldalækkun heimilanna.

Bjarni var spurður hvort hann óttaðist ekki að fjármálafyrirtækin myndu reyna að verjast skattlagningunni fyrir dómstólum. Hann sagði að þessi skattlagning á bankana væri vægari aðgerð en auðlegðarskatturinn sem lagður var á í tíð síðustu ríkisstjórnar. Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að sú skattlagning færi ekki á svig við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka