Greiða 37,5 milljarða á næsta ári

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að banka­skatt­ur­inn skili rík­is­sjóði 37,5 millj­örðum á næsta ári. Stærstu hluti þessa skatts verði greidd­ur af fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í slitameðferð.

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu, sem lagt var fram í haust, er reiknað með að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í slitameðferð greiði 11,3 millj­arða til rík­is­sjóðs á næsta ári. Bjarni sagði að reiknað væri með að þessi skatt­ur yrði hækkaður enn meira og fjár­mála­fyr­ir­tæk­in greiddu sam­tals 37,5 millj­arða í banka­skatt á ár­inu 2014.

Bjarni sagði að gert væri ráð fyr­ir að tekj­ur af þess­ari skatt­lagn­ingu næstu fjög­ur árin færu í að fjár­magna skulda­lækk­un heim­il­anna.

Bjarni var spurður hvort hann óttaðist ekki að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in myndu reyna að verj­ast skatt­lagn­ing­unni fyr­ir dóm­stól­um. Hann sagði að þessi skatt­lagn­ing á bank­ana væri væg­ari aðgerð en auðlegðarskatt­ur­inn sem lagður var á í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar. Héraðsdóm­ur hefði kom­ist að þeirri niður­stöðu að sú skatt­lagn­ing færi ekki á svig við eigna­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka