Líf og starf í 550 fréttum á 100 dögum

mbl.is

Um helgina lýkur 100 daga hringferð Morgunblaðsins sem farin var í tilefni 100 ára afmælis blaðsins. Í ferðinni, sem hófst á Akranesi 23. ágúst, voru flestir þéttbýlisstaðir á landinu sóttir heim. Lokaáfangastaðurinn og umfjöllunarefni blaðsins í dag er Reykjavík.

Tilgangur ferðarinnar var að fá innsýn í daglegt líf og störf fólksins í landinu árið 2013. Hvar sem komið var voru viðtökurnar góðar. Ósjaldan höfðu heimamenn kynnt sér hvenær umfjöllunar um byggðarlag þeirra væri að vænta og sendu ábendingar um efni.

Fjallað hefur verið um fólk og fyrirtæki, menningu, landslag, sögu og viðburði. Fjöldi viðmælenda skiptir hundruðum, rætt hefur verið við fólk á öllum aldri og í fjölmörgum starfsstéttum; börn, íbúa á elliheimilum, menntaskólanema, sjómenn, forstjóra, bændur, listafólk, frumkvöðla og iðnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Í tengslum við umfjöllunina hafa birst um 550 greinar á 243 síðum í Morgunblaðinu. Á mbl.is hafa birst um 150 fréttir og myndskeið úr ferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert