mbl.is mun sýna beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson boða sameiginlega til í Hörpu kl. 16 í dag. Þar verða kynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána.
Einnig mun Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, fara yfir forsendur, framkvæmd og áhrif aðgerðanna.
Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið í dag að áhrifin af boðuðum aðgerðum kommi ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári. „Það þarf að vinna nokkur frumvörp út frá tillögum hópsins. Einhver geta komið fram tiltölulega fljótlega en önnur mun taka einhverja mánuði að vinna.“
Sigurður tekur jafnframt fram að það hafi ekki verið verkefni hópsins að velt fyrir sér tekjuöflun ríkissjóðs í þessu máli.
„Við gáfum okkur tilteknar forsendur um fjármögnun verkefnisins, þannig að það væri þá fullfjármagnað. Það kemur aðeins ein tillaga frá hópnum. Við skoðuðum tugi sviðsmynda. Fimm voru skoðaðar alla leið,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.
Endanleg ákvörðun um hver af leiðunum skyldi farin var tekin klukkan fimm í gærmorgun, undir lok 15 klukkustunda lokafundar sérfræðingahópsins.
Niðurstöðurnar verða kynntar kl. 16 og verður fundurinn sem fyrr segir sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.