Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þær leiðréttingar sem verði gerðar á höfuðstól marki upphafið á endurreisn íslensks efnahagslífs.
Hann segir að þessi aðgerð nýtist landstærstum hluta heimila á Íslandi og líka þeim skuldlausu.
Að sögn Sigmundar Davíðs miða þessar aðgerðir að því að bregðast við ástandi fortíðar. Þær miðast við eitthvað sem hægt er kalla forsendubrest vegna framgöngu fjármálafyrirtækja og efnahagshrunsins og afleiðingar þess. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að bregðast við því, segir Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð segist telja að stjórnarandstaðan hljóti að taka tillögunum fagnandi enda miði þær að því að taka á þeim vanda sem hér ríki.