Verður gert í skrefum

„Það þarf að vinna nokk­ur frum­vörp út frá til­lög­um hóps­ins. Ein­hver geta komið fram til­tölu­lega fljót­lega en önn­ur mun taka ein­hverja mánuði að vinna,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, formaður sér­fræðinga­hóps um höfuðstóls­lækk­un verðtryggðra lána. Áhrif­in af boðuðum aðgerðum komi því ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári.

„Það var ekki verk­efni hóps­ins að velta fyr­ir sér tekju­öfl­un rík­is­sjóðs í þessu máli. Við gáf­um okk­ur til­tekn­ar for­send­ur um fjár­mögn­un verk­efn­is­ins, þannig að það væri þá full­fjár­magnað. Það kem­ur aðeins ein til­laga frá hópn­um. Við skoðuðum tugi sviðsmynda. Fimm voru skoðaðar alla leið,“ seg­ir Sig­urður í Morg­un­blaðinu í dag.

End­an­leg ákvörðun var tek­in klukk­an fimm í gær­morg­un und­ir lok 15 klukku­stunda loka­fund­ar sér­fræðinga­hóps­ins.

mbl.is mun sýna beint frá blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Hörpu kl. 16 í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert