Hringnum lokað í Hörpu

Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins, ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hér í beinni útsendingu á mbl.is fyrir framan áhorfendur í sal í Hörpu klukkan 16.

Með þættinum lýkur 100 daga hringferð Morgunblaðsins og mbl.is sem lagt var í til að fagna 100 ára útgáfu Morgunblaðsins. Markmiðið var að taka púlsinn á lífinu í landinu og gera ítarlega könnun á því sem er Íslendingum efst í huga.

Umræður Haraldar, Sigmundar og Bjarna byggja á því sem komið hefur fram í hringborðsumræðum hringferðarinnar og niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal 300 forystumanna úr atvinnulífinu og sveitastjórnum um land allt.

Landsmönnum gefst tækifæri til að hafa áhrif á umræðuna með því að senda inn spurningar á meðan hún stendur yfir.

Hægt er að senda spurningar á netfangið hringlok@mbl.is, á facebook-síðu mbl.is og í gegnum twitter með því að nota #hringlok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert