Lán geta lækkað um 5,5 milljónir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður að hámarki um fjórar milljónir króna með beinum aðgerðum en þeir sem nýta sér þann möguleika að greiða niður höfuðstól með séreignarsparnaði þar sem hámarið er 500 þúsund á ári í þrjú ár. Þar geta því að hámarki bæst við 1,5 milljónir í lækkun eða alls 5,5 milljónir króna.

Þetta er meðal þess sem fram kom við kynningu á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til framkvæmda. Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert