Mætti halda meira upp á 1. desember

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera mætti meira úr fullveldisdeginum 1. desember en gert hefur verið. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hringborðsumræðum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli Morgunblaðsins sem fram fóru í dag.

Forsætisráðherra sagði ljóst að um væri að ræða mjög mikilvægan atburð. Það hefði verið býsna merkilegt að þessari eyju í Norður-Atlantshafi hefði tekist að verða fullvalda og síðan sjálfstæð á sínum tíma. Fá dæmi væru síðan um viðlíka framfarir og orðið hefðu hér á landi í kjölfarið. Gera mætti því meira úr deginum að hans mati meðal annars með meiri hátíðarhöldum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist alltaf hafa orðið var við mikinn stuðning við það að halda upp á fullveldisdeginn á meðal þingmanna. Spurður hvort gera ætti daginn að almennum frídegi sagði hann ekki endilega þörf á því enda mætti gera margt annað til þess að halda upp á hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka