Mun færri læra húsasmíði

Frá sveinsprófi í húsgagnasmíði.
Frá sveinsprófi í húsgagnasmíði. Kristinn Ingvarsson

Nem­end­um við Iðnskól­ann í Hafnar­f­irði hef­ur fækkað nokkuð á síðustu árum og þá sér­stak­lega þeim sem leggja stund á tréiðn, einkum húsa­smíði. Áður braut­skráði skól­inn um tutt­ugu nem­end­ur í lok hverr­ar ann­ar en nú ljúka að jafnaði einn til þrír námi þegar út­skrifað er. Skóla­meist­ari skól­ans, Ársæll Guðmunds­son, seg­ir skýr­ing­una fyrst og fremst vera hrun á bygg­ing­ar­markaði; að húsa­smiðir fái ekki vinnu.

Mik­il aðsókn í hús­gagna­smíði

„Síðastliðið haust urðum við vör við aukna aðsókn í hús­gagna­smíði og virðist það vera eins í öðrum skól­um sem bjóða það nám,“ seg­ir Ársæll. Hann seg­ist ekki vita fyr­ir víst af hverju áhugi á hús­gagna­smíði hafi auk­ist svo mikið en tel­ur að já­kvæð umræða um hönn­un kunni að spila inn í. „Einnig fór inn­flutn­ing­ur niður úr öllu valdi, til dæm­is á inn­rétt­ing­um, í krepp­unni og get­ur verið að það hafi þau áhrif að inn­lend vara hafi orðið vin­sælli.“

Fækk­un nema í þess­ari grein í skól­an­um hef­ur meðal ann­ars haft þau áhrif að smíði Krísu­vík­ur­kirkju hef­ur taf­ist. Að sögn Ársæls hef­ur það ekki komið að sök þar sem ít­ar­legri forn­leifa­rann­sókn­ir þurfa að fara fram á kirkju­stæðinu en gert var ráð fyr­ir til að byrja með. Smíði kirkj­unn­ar er þó kom­in vel á veg.

Að sögn Ársæls leggja sí­fellt fleiri stund á málmiðnir við skól­ann, enda vanti mikið af lærðum iðnaðarmönn­um í þeim geira, svo sem í renn­ismíði og stál­smíði. Árið 2008 voru nem­end­ur í pípu­lögn­um komn­ir yfir hundrað en síðan þá hef­ur þeim farið fækk­andi og eru nú rúm­lega 40 nem­end­ur við nám í greinni í skól­an­um.

Ársæll seg­ir að margi hafi lokið námi og haldið til Nor­egs í kjöl­farið. Nem­end­um í raf­virkj­un hafi fækkað strax eft­ir hrun en und­an­farið hafi þeim farið fjölg­andi og má segja að nem­enda­fjöldi í þeirri iðngrein hafi verið nokkuð stöðugur, að sögn Ársæls.

Lít­il aðsókn gæti haft slæm­ar af­leiðing­ar

„Það varð hrun í þess­um geira og þegar það er lít­il vinna þá er eðli­legt að ungt fólk sæki ekki í þetta nám,“ seg­ir Bragi Finn­boga­son, Meist­ara­fé­lagi húsa­smiða. Hann seg­ir hugs­un­ina í sam­fé­lag­inu vera þá að iðngrein­ar séu ann­ars flokks og stórt vanda­mál sé að eft­ir­sókn­in í iðnnám sé ekki meiri.

Hann seg­ir að þessi litlu aðsókn í húsa­smíðanám geti haft slæm­ar af­leiðing­ar til lengri tíma, en um leið og eft­ir­spurn eft­ir tré­smiðum verði meiri verði fljót­lega fram skort­ur á iðnaðarmönn­um. Bragi seg­ist telja að flest­ir tré­smiðir hafi vinnu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert