Björt framtíð bætir við fylgi

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í ræðustól.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í ræðustól. Skjáskot af vef Alþingis.

Björt framtíð bætir mestu fylgi við sig af þingflokkum á Alþingi. Flokkurinn mælist með 13,5% fylgi sem er þriggja prósentustiga hækkun frá síðasta mánuði og hefur flokkurinn ekki mælst með meira fylgi frá kosningum. Fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna dregst hins vegar saman. Tæp 45% styðja ríkisstjórnina.

Greint var frá þessu í tíu-fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar kom einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn njóti stuðnings 27% kjósenda og að fylgi flokksins hafi verið stöðugt frá kosningunum í vor. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 14,7% sem sé svipað og í síðasta mánuði.

Þá er þess getið að könnunin var gerð áður en aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldum heimilanna voru kynntar á laugardag. 

Píratar auka fylgi sitt örlítið, fylgi þeirra mælist nú 8,5%, en var 8,2% síðast, fylgi Samfylkingar mælist 16,6% fylgi, en var síðast með 18,1% og Vinstri grænir mælast með 13,5% og missa eitt prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert