Boðar frekari niðurskurð

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Það verða óhjákvæmlega breytingar á milli umræðna um fjárlagafrumvarpið sem kann að kalla á aðra forgangsröðun og aðra notkun þeirra fjármuna sem eru til skiptanna,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fjárlagagerðina.

Haraldur á sæti í fjárlaganefnd.

Hann segir ljóst að 25 milljarða halli af rekstri ríkissjóðs í ár kalli á frekari hagræðingu í ríkisrekstrinum. Það muni koma fram í fjárlögunum fyrir 2014.

„Það þarf að vera mikið aðhald árið 2014. Við eigum eftir að móta tillögur fyrir 2. umræðu. Það mótast af nýrri þjóðhagsspá, af umræðunni um breytta forgangsröðun, og kröfunni um auknar fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu, og þeirri staðreynd að það er mikill halli af rekstri ríkissjóðs.

Ég held hins vegar að niðurskurðurinn sé kominn fram í fjárlagafrumvarpinu sem liggur fyrir, segir Haraldur en frumvarpið verður sent til 2. umræðu með breytingartillögum 10. desember næstkomandi.

„Það verða óhjákvæmlega breytingar á milli umræðna um fjárlagafrumvarpið sem kann að kalla á aðra forgangsröðun og aðra notkun þeirra fjármuna sem eru til skiptanna.“

- Verða sumir útgjaldaliðir sem sagt skornir niður en bætt í aðra?

„Já.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert