Féll fyrir skotum lögreglu

Aðgerð lög­regl­unn­ar í Hraun­bæ í morg­un á sér enga hliðstæðu. Bys­sumaður­inn skaut á lög­reglu­menn. Skot hans hafnaði m.a. í hlífðar­skildi lög­reglu­manns og féll hann niður stiga. Ákveðið var að rýma íbúðir í stiga­gang­in­um í kjöl­farið. Maður­inn skaut síðar í höfuð lög­reglu­manns. Hann féll við en var með hjálm og slapp án mik­illa meiðsla. Skot fóru fram hjá höfðum annarra lög­reglu­manna.

Lög­regl­an skaut þá bys­su­m­ann­inn sem lést af sár­um sín­um á sjúkra­húsi. Hann var vopnaður hagla­byssu. Ljóst er að al­menn­ir lög­reglu­menn sem fóru fyrst á staðinn voru í mik­illi hættu.

 Lög­regl­an skaut m.a. gassprengj­um inn um glugga á íbúðinni til að reyna að yf­ir­buga mann­inn. Maður­inn hóf þá að skjóta út um glugga íbúðar­inn­ar. 

Þetta kom fram í máli Stef­áns Ei­ríks­son­ar, lög­reglu­stjóra lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, á blaðamanna­fundi sem hófst rétt eft­ir kl. 11.

„Lög­regl­an harm­ar þenn­an at­b­urð og vill koma á fram­færi inni­leg­um samúðarkveðjum til fjöl­skyldu manns­ins,“ sagði Har­ald­ur Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóri á blaðamanna­fund­in­um.

„Hörmu­leg­ur at­b­urður,“ sagði Har­ald­ur við upp­haf blaðamanna­fund­ar­ins. 

„Haft var sam­band bæði við inn­an­rík­is­ráðherra og rík­is­sak­sókn­ara vegna þessa at­viks sem á sér ekki for­dæmi hér á landi,“ sagði Har­ald­ur. Rík­is­sak­sókn­ari mun fara með rann­sókn máls­ins.

Í máli Stef­áns Ei­ríks­son­ar kom fram að lög­reglu­menn frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu voru send­ir á staðinn vegna hávaða, hárra hvella, sem ná­grann­ar heyrðu. Það var um kl. 3 í nótt. Sér­sveit­ar­menn voru þegar kallaðir til.

Særðu mann­inn lífs­hættu­lega

Þegar lög­reglu­menn reyndu að hafa sam­band við íbú­ann heyrðist ekk­ert frá hon­um. Sér­sveit­in bjó sig und­ir inn­göngu en þegar þeir fóru inn í íbúðina var skotið á þá. Skotið lenti í hlífðar­skildi sem sér­sveit­armaður var með, „hann féll við og niður stiga við þessa at­lögu,“ sagði Stefán.

Lög­regl­an dró sig þá til baka og kallaði út auk­inn liðsstyrk. Í fram­haldi var farið í að rýma íbúðir í stiga­gang­in­um og þeim aðgerðum var lokið um kl. 5  í nótt.

Til­raun­ir til að hafa sam­band við mann­inn báru eng­an ár­ang­ur og var reynt að yf­ir­buga hann með að skjóta gasi inn, hófst sú aðgerð um kl. 6 í morg­un. Það bar ekki held­ur ár­ang­ur. Maður­inn brást við með því að skjóta út um glugga á íbúðinni. Í fram­haldi af því var ákveðið að fara inn í íbúðina. „Til að tryggja ör­yggi allra á vett­vangi voru sjúkra­bif­reiðar kallaðar út og allt til­tækt lög­reglulið á svæðinu fór á vett­vang.“

Stefán seg­ir að til­raun­ir til að hafa sam­band við mann­inn hafi eng­an ár­ang­ur borið. Því var reynt að yf­ir­buga hann með beit­ingu gasvopna sem skotið var inn í íbúðina. „Það bar ekki ár­ang­ur og hóf maður­inn við það að skjóta út um glugga á íbúðinni.“

Þegar lög­regl­an fór inn í íbúðina skaut hann aft­ur á þá, í höfuð eins sér­sveit­ar­manns, sem var með hjálm og sakaði ekki. Í kjöl­farið var bys­sumaður­inn særður lífs­hættu­lega.

Það er ljóst að meiðsli lög­reglu­mann­anna eru ekki al­var­leg en þeir hlutu þó ákveðin meiðsli að sögn Stef­áns. Þeirra búnaður og þjálf­un hafi komið í veg fyr­ir að þarna fór ekki verr.

Milli 15 og 20 lög­reglu­menn, auk sér­sveit­ar­manna, tóku þátt í aðgerðinni. Tveir sér­sveit­ar­menn slösuðust í aðgerðinni, ann­ar fékk skot í and­lit og hönd, en hann féll niður stiga eins og áður sagði. Al­menn­ir lög­reglu­menn og sér­sveit­ar­menn mættu á vett­vang á sama tíma.

Að sögn vitn­is heyrðust fyrstu hvell­irn­ir um klukk­an eitt í nótt, en lög­reglu barst ekki til­kynn­ing um málið fyrr en klukk­an þrjú. Aðgerðir lög­reglu, frá því að hún kom á vett­vang og þangað til maður­inn var færður í sjúkra­bíl, stóðu milli þrjú í nótt og sjö í morg­un.

Lög­reglu­menn með stóra riffla með öfl­ug­um sjón­auk­um komu sér fyr­ir á svo­kölluðum sjón­póst­um til móts við íbúð manns­ins, þar sem þeir eru manna fær­ast­ir í að fylgj­ast með at­b­urðum við þess­ar aðstæður. Ekki fékkst gefið upp hvort þeir hefðu skotið á mann­inn, en ljóst er að hann féll fyr­ir skot­um lög­reglu.

Jón Bjart­marz, yf­ir­maður sér­sveit­ar­inn­ar, sagði að lög­regl­an hefði brugðist rétt við aðstæðunum og farið að öllu eft­ir sett­um viðmiðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert