Gætu tekið tvöfalt fleiri á samning í málmiðnaði

Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni.
Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­tæki í málmiðnaði gætu boðið helm­ingi fleiri iðnnem­um upp á náms­samn­ing sem lýk­ur með sveins­prófi.

Nú eru um 80 nem­end­ur á samn­ingi í málm­tækni en hægt væri að taka við allt að 150, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir, for­stöðumaður hug­verka og mannauðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, hef­ur fengið frá fyr­ir­tækj­um í málmiðnaði.

Viðvar­andi skort­ur hef­ur verið á fólki með mennt­un í málm­tækni und­an­far­in ár. Skort­ur er í fleiri grein­um, s.s. í rafiðnaði en staðan er mis­mun­andi á milli iðngreina. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Katrín Dóra, að kann­an­ir SI hafi sýnt fram á að þörf væri á að um 1.100 manns út­skrifuðust úr iðnnámi á ári í stað 500-600 manns nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert