Iðulega vopnaður hafnaboltakylfu

„Ég hélt að það væri verið að keyra á bíl fyrir utan og þegar ég kíkti út á svalir sá ég þrjá lögreglubíla,“ segir nágranni byssumannsins sem var yfirbugaður af sérsveit lögreglunnar rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Hraunbænum. Maðurinn lést af skotárum á Landspítalanum í morgun.

„Stuttu seinna komu um fimm lögreglumenn út og skýldu sér á bak við bílinn, opnuðu skottið, sóttu byssur og hjálma og fóru inn,“ segir nágranni mannsins. Ekkert gerðist í eina til tvær klukkustundir en svo fór lögreglan að smala íbúum stigagangsins bakdyramegin út úr húsinu.

Nágranninn segir að kona hans og ungbarn hafi verið skelkuð vegna látanna og sváfu þau ekkert í nótt. „Ég vissi alltaf að þetta væri hann,“ og segir lögreglu nokkrum sinnum hafa þurft að hafa afskipti af manninum. Hann hafi til að mynda yfirleitt haft hafnaboltakylfu við höndina þegar hann fór út úr húsi.

Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna málsins kom fram að maðurinn hafi skotið á tvo sérsveitarmenn. Í fyrra skiptið hafi skot hans hafnað í hlífðarskildi lögreglumanns en í það síðara í hjálmi annars. Þeir eru ekki mikið slasaðir. Lögreglan skaut manninn og lést hann síðar af sárum sínum.

Maðurinn var á sextugsaldri.

Byssumaðurinn var borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun og …
Byssumaðurinn var borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun og lést hann á sjúkrahúsi skömmu síðar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert