Rýri eignarhlut ríkisins

mbl.is

„Það er búið að skattleggja bankana töluvert mikið á undanförnum árum. Það hefur verið komið á mörgum sköttum sem ekki eiga við fyrir aðra. Þegar menn halda áfram á þeirri braut þrengir þetta að okkur og á endanum getur það spilast lengra, bæði til viðskiptavina og með því að hafa áhrif á verðmæti eigenda bankanna.“

Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, um áhrif boðaðra aðgerða stjórnvalda í skuldamálum á verðmæti bankans. Bókfært eigið fé Landsbankans er 230 milljarðar og á ríkið þar af um 225 milljarða eða 98% eignarhlut.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir það nokkuð mannaflsfrekt að endurútreikna verðtryggð lán í samræmi við boðaðar aðgerðir stjórnvalda. „Ég geri ráð fyrir að þetta kalli á 20-30 ársverk í bankanum,“ segir Höskuldur en aðgerðirnar eiga að koma til framkvæmda um mitt næsta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert