Skotárásin í Árbæ vekur víða athygli

Lögreglubílar í röð við fjölbýlishúsið í Árbænum í morgun.
Lögreglubílar í röð við fjölbýlishúsið í Árbænum í morgun. mbl.is

Fjölmargir erlendir fréttamiðlar hafa í dag og kvöld fjallað um skotárásina í Árbæ og sérstaklega um þá staðreynd að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenska lögregla grípi til þess neyðarráðs að beita skotvopnum sínum á vettvangi og í fyrsta skipti sem lögregla skjóti mann til bana.

Meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið er færeyski vefurinn Kringvarpið, breska ríkisútvarpið BBC, Independent, Guardian, Irish Times og Irish Independent, Huffington Post, Fox News, Los Angeles Times, NPRMinnesota Public Radio og Times of India. Þá hefur fréttinni verið deilt á samfélagsvefnum Reddit þar sem meira en þrjú þúsund manns hafa tjáð sig um hana.

Þá má taka fram að fréttin er sú mest lesna á BBC.

Listinn er ekki tæmandi og greinilegt að fréttin vekur mikla athygli. Ekki er þó fréttaflutningurinn alls staðar jafn nákvæmur og kemur meðal annars fram hjá Fox News að byssumaðurinn hafi skotið tvo óvopnaða lögreglumenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert