Farið verður yfir aðgerðir lögreglu

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur, á grund­velli 1. mgr. 35. gr. lög­reglu­laga nr. 90/​1996, hafið rann­sókn á at­vik­um og aðgerðum lög­reglu í fjöl­býl­is­hús­inu að Hraun­bæ 20 í Reykja­vík, að morgni 2. des­em­ber sl. Maður sem lög­regla hafði af­skipti af, lést í kjöl­far aðgerðanna vegna skotsára sem lög­regla veitti hon­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara. Þar seg­ir einnig að við rann­sókn sína muni rík­is­sak­sókn­ari, með aðstoð lög­reglu­manna við embætti sér­staks sak­sókn­ara, sbr. 3. mgr. 35. gr. lög­reglu­laga, taka skýrsl­ur af lög­reglu­mönn­um sem voru á vett­vangi. Farið verði yfir aðgerðir lög­reglu með hliðsjón af al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, lög­reglu­lög­um og verklags­regl­um rík­is­lög­reglu­stjóra þegar um beit­ingu skot­vopna er að ræða.

Atriði sem varði for­sögu manns­ins sem lést, hand­höfn og meðferð hans á skot­vopni, sem og annað er hann varðar, sé hins veg­ar á for­ræði lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu að rann­saka, allt eft­ir því sem hann tel­ur til­efni til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert