Ekki hefur verið tekin ákvörðun vegna umsóknar bandarískra aðila um að fá að sleppa háhyrningnum Tilikum í hafið við Íslandsstrendur. Fyrirspurnin barst sjávarútvegsráðuneytinu í ágúst og kemur erindið frá Qualia inc., frá Tracy E.L.Poured. Háhyrningurinn dvelur nú í dýragarðinum Sea World og var afrit af erindinu sent þangað.
Meðal þeirra atriða sem þarf að kanna áður en ákvörðun verður tekin um málið er hugsanleg sjúkdómshætta. Þá verður meðal annars leitað álits hjá sérfræðingum og Hafrannsóknarstofnun vegna umsóknarinnar.
Einnig hefur komið fram að litið verði til máls Keikós og annarra sambærilegra mála og reynslu af þeim þegar umsókn bandarísku aðilanna verður tekin fyrir.
Frétt mbl.is: Munu líta til máls Keikós
Frétt Morgunblaðsins: Verður öðrum frægum háhyrningi sleppt við Íslandsstrendur?