Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að niðurstöður PISA rannsóknarinnar, um læsi grunnskólabarna, séu verulegt áfall fyrir okkur öll. Illugi segir t.d. óásættanlegt að um 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.
„Ég mun í þessari viku funda með fulltrúum allra þeirra sem koma að skólastarfinu og ræða þessar niðurstöður og hvað það er sem við getum gert til að snúa þessari þróun við,“ segir menntamálaráðherra á Facebook síðu sinni.
Niðurstöður nýjustu PISA rannsóknar OECD voru kynntar í morgun. Þær sýna m.a. að stærðfræðilæsi íslenskra barna hefur hrakað á síðustu 10 árum. Það sama gildir um frammisstöðu í lesskilningi og náttúrufræði.
Læsi landsbyggðarbarna hrakar mest