Ögmundur ánægður með aðgerðirnar

Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG.
Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mín viðbrögð eru almennt jákvæð,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG, um aðgerðir fyrir skuldug heimili sem ríkisstjórnin kynnti um helgina.

Ögmundur sagði þetta í viðtali á Bylgjunni í morgun.

„Í fyrsta lagi finnst mér mjög gott að tillögurnar skuli hafa komi fram í nóvembermánuði eins og lofað var. Í öðru lagi finnst mér það vera gott fyrir lýðræðið, og okkur öll, hvar í flokki sem við stöndum, að það sé reynt að standa við loforð sem gefin voru,“ sagði Ögmundur.

Ögmundur sagði að hann ætti eftir að sjá betur hvernig skuldaleiðréttingin yrði útfærð. „Almennt séð er fólk að hofa jákvæðum augum á þetta, að því leyti að það er þó verið að reyna að koma á almennan hátt á móts við skuldugara og það finnst mér bara vera mjög gott.“

Ögmundur sagðist ætla að fylgjast vel með umræðunni næstu vikna og mánaða og eins framkvæmdinni. Hann sagðist áskilja sér rétt til að laga skoðanir sínar á málinu að því sem þá kæmi fram. Hann sagðist hafa áhyggjur að því að þetta væri ekki eins einfalt í framkvæmd og þetta hljómaði á fyrstu skrefunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert