Tilboð í fangelsi opnuð í vikunni

Fangelsið á Hólmsheiði verður klætt með brúnum málmklæðningum úr corten-stáli …
Fangelsið á Hólmsheiði verður klætt með brúnum málmklæðningum úr corten-stáli sem taldar eru ríma vel við umhverfið. Teikning/Arkís

Tilboð í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði verða opnuð hjá Ríkiskaupum á fimmtudaginn kemur, 5. desember, klukkan 11.00.

Útboð húseignarinnar og frágangs lóðarinnar var auglýst 17. ágúst sl. Verkinu á að vera að fullu lokið í síðasta lagi 1. desember 2015.

Örn Baldursson, verkefnisstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að eftir að verktakinn hefur skilað húsinu af sér fari fram virkni- og viðtökuprófanir, en þá eru m.a. prófuð ýmis kerfi nýja fangelsisins. Afhending til verkkaupa, innanríkisráðuneytisins, er áætluð 1. mars 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka