Veisluréttir á toppnum

Veisluréttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur var mest selda bókin í síðustu viku samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Skuggasund eftir Arnald Indriðason er í öðru sætinu og í því þriðja er Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson.

Í fjórða sæti listans er bókin Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur og í því fimmta er bók Guðna Ágústssonar, Guðni: Léttur í lund.

Í 6.-7. sæti eru bækurnar Hemmi Gunn: Sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson og Útkall: Lífróður eftir Óttar Sveinsson.

Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason er svo í áttunda sætinu og í því níunda Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson.

Í tíunda sæti topplistans er Amma glæpon eftir David Walliams.

Félags íslenskra bókaútgefenda annast gerð listans. 

Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: A4 verslanir, Bónus, Bókabúð Forlagsins, Bóksala stúdenta, verslanir Haga, verslanir Kaupáss og verslanir Samkaupa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert