Verra læsi afleiðing sparnaðar

Samræmd próf.
Samræmd próf. mbl.is/Eyþór Árnason

Frammistaða íslenskra grunnskólanemenda í PISA rannsókn OECD, sem kynnt var í dag, eru mikið áhyggjuefni að mati Kennarasambands Íslands. Niðurstöðurnar sýna að mati sambandsins að ekki sé hægt að krefjast sífellt meiri sparnaðar og aðhalds án þess að það komi niður á skólakerfinu.

Meginniðurstöður PISA-rannsóknarinnar eru þær að frammistöðu íslenskra grunnskólabarna hefur hrakað í stærðfræði, lesskilningi og náttúrufræði á síðustu 10 árum.

KÍ segir ljóst að sparnaður sé nú farinn að bitna á einstökum nemendum jafnt sem skólakerfinu í heild sinni. 

„Rannsókn PISA sýnir meðal annars að þeim fjölgar stöðugt sem standa höllum fæti í námi. Ljóst er að stuðningur við þennan hóp hefur dregist saman og að sparnaður síðustu ára hefur komið illa við hann,“ segir í yfirlýsingu frá KÍ. Sambandið telur þetta voveiflega þróun sem verði að stöðva.

„Kennarasambandið fagnar því hins vegar að samkvæmt rannsókninni hefur íslenskum börnum aldrei liðið betur í skólanum en áður. Skólabragur og viðhorf nemenda til námsins eru ennfremur jákvæðari en áður hefur mælst. Þá mælist munur á milli skóla hvergi minni en hér á landi sem sýnir að nemendur fá sambærilega kennslu, sama hvar þeir búa.“

Niðurstöðurnar í heild eru eftir sem áður litnar alvarlegum augum. „Það er mikilvægt að taka mark á þessum alþjóðlega samanburði og vinna út frá niðurstöðunum með faglegum hætti. Öfugþróun og endalausum sparnaði síðustu ára þarf að snúa við og skapa víðtæka „Þjóðarsátt um menntun“.“

30% drengja lesa sér ekki til gagns

Nemendur á Suðurnesjum verst staddir

Niðurstöður PISA verulegt áfall

Læsi landsbyggðarbarna hrakar mest

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert