Frostið fór í -18 gráður í Miðfirði

Frost mældist -18 gráður á Haugi í Miðfirði í dag sem var mesta frost sem mældist í byggð samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi. Þá var frostið -17,9 gráður á Grímsstöðum á Fjöllum og -17,7 gráður við Gullfoss.

Hvað höfuðborgarsvæðið varðar var mest frost -8,4 um klukkan 15:00 í dag. Frostið fór síðan í -9 gráður klukkan 21:00 í kvöld.

Sjá meira á veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka