Rekja uppruna byssunnar

Tvær rúður í íbúð voru brotnar í aðgerðum lögreglu.
Tvær rúður í íbúð voru brotnar í aðgerðum lögreglu. mbl.is/Rósa Braga

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar nú hvaðan byss­an sem Sæv­ar Rafn Jónas­son hafði í fór­um sín­um og skaut af á lög­reglu í Hraun­bæ á mánu­dag, er kom­in. Sæv­ar hafði ekki byssu­leyfi og var byss­an ekki skráð á hann, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Sæv­ar skaut að sér­sveit­ar­mönn­um og hæfði tvo þeirra. Hann lést síðar af skotsár­um sem lög­regl­an veitti hon­um.

Meðal þess sem lög­regl­an skoðar er hvort að Sæv­ar hafi fengið byss­una að láni. Hann var vopnaður hagla­byssu.

Í frétt frá Rík­is­sak­sókn­ara í gær kom fram að atriði sem varða for­sögu manns­ins sem lést, m.a. meðferð hans á skot­vopni sé á for­ræði lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu að rann­saka, allt eft­ir því sem hann tel­ur til­efni til.

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur hins veg­ar hafið rann­sókn á at­vik­um og aðgerðum lög­reglu í fjöl­býl­is­hús­inu að Hraun­bæ 20 í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert