Spá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir norðlægri átt á landinu 5-13 metra á sekúndu og heldur hvassast austantil. Hægari átt verður annað kvöld og austlægari suðvestanlands.
Þá má búast við éljum norðantil en skýjað verður með köflum syðra. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins.