Bókaverslanir vilja ekki vera með

Aðeins sjö verslanir og verslanakeðjur taka þátt í bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda sem er sendur út vikulega fyrir jólin og á að gefa mynd af mest seldu bókunum.

Engin af stóru bókabúðunum er með á listanum en þær vilja ekki vera með matvöruverslunum á lista sem er unninn af hagsmunaaðila, útgefendum sjálfum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þá furðar Verðlagseftirlit ASÍ sig á því að stærsti bóksali á landinu, Eymundsson, neiti þátttöku í verðkönnun á jólabókum af því að matvöruverslanir selji nokkrar bækur fyrir jólin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert