Lögreglumenn fengu skjól hjá fjölskyldu

Starfsmenn tæknideildar lögregllu vinna á vettvangi.
Starfsmenn tæknideildar lögregllu vinna á vettvangi. mbl.is/Rósa Braga

Tveir lög­reglu­menn leituðu skjóls hjá pólskri fjöl­skyldu á þriðju og efstu hæð Hraun­bæjar 20 til að forðast bys­su­m­ann sem þá hafði skotið á þá og fé­laga þeirra.

Þeir voru í fyrsta hópn­um sem kom á vett­vang aðfaranótt mánu­dags. Í fyrstu taldi lög­regla mögu­legt að maður­inn hefði framið sjálfs­víg í íbúðinni og opnaði dyrn­ar að íbúðinni til að kalla inn til hans. Maður­inn skaut þá úr hagla­byssu á lög­reglu, skotið hæfði skjöld eins lög­reglu­manns­ins sem kastaðist við það aft­ur á bak niður stig­ann. Lög­reglu­menn­irn­ir tveir hörfuðu upp á þriðju hæð og þar urðu þeir í raun inn­lyksa. Þeir voru óvopnaðir og höfðu því afar litla eða enga mögu­leika til að verj­ast bys­su­m­ann­in­um.

Sveitt­ir og stressaðir

Í íbúðinni voru systkini, 17 ára stúlka og 26 ára karl­maður, móðir þeirra og kær­asta manns­ins. Fjöl­skyld­an hef­ur búið hér í 5-6 ár en þau eru frá borg­inni Elk í norðaust­ur­hluta Pól­lands. Morg­un­blaðið ræddi í gær við systkin­in tvö.

„Mamma vakti okk­ur og sagði að það væri verið að berja á dyrn­ar og að hún hefði heyrt skot eða spreng­ingu. Ég fór að dyr­un­um og kallaði og spurði hver hefði bankað. Ég leit í gegn­um gægjugatið á hurðinni og sá tvo lög­reglu­menn á stigapall­in­um,“ sagði maður­inn. Lög­reglu­menn­irn­ir hefðu líka barið á dyrn­ar á hinum tveim­ur íbúðunum á stiga­gang­in­um en virt­ust ekki hafa fengið svör þar. „Ég opnaði fyr­ir þeim og hleypti þeim inn. Þeir voru sveitt­ir og greini­lega mjög stressaðir,“ sagði maður­inn.

Þegar stúlk­an kom fram voru lög­reglu­menn­irn­ir komn­ir inn og hún áttaði sig ekki strax á því hvað væri að ger­ast. „Við viss­um ekki hvort hann væri með byssu eða sprengju. Við vor­um óskap­lega hrædd,“ seg­ir stúlk­an. „Þetta var bara eins og í bíó­mynd.“

Þótt lög­reglu­menn­irn­ir hafi aug­ljós­lega verið stressaðir hafi þeir verið mjög al­menni­leg­ir og m.a. hafi þeir látið hana fá lög­reglu­úlpu þegar hún kvartaði und­an kulda.

Lög­reglu­menn­irn­ir voru óvopnaðir og maður­inn bend­ir á að þótt ann­ar þeirra hafi haft hylki með piparúða hefði það dugað skammt ef bys­sumaður­inn hefði komið á eft­ir þeim upp á þriðju hæð. Lög­reglu­menn­irn­ir hefðu spurt hvort byssa eða annað sem mætti nota til varn­ar væri í íbúðinni en svo var ekki.

Þeir hefðu beðið kon­urn­ar þrjár sem voru í íbúðinni að vera frammi í stofu og sitja í sófa en þar voru þær fjarri glugg­um. Maður­inn og lög­reglu­menn­irn­ir tveir hefðu síðan hjálp­ast að við að setja rúm, kassa með gervijóla­tré og stóla fyr­ir dyrn­ar til að tor­velda mann­in­um inn­göngu, reyndi hann að brjóta sér leið inn í íbúðina.

Maður­inn seg­ir að ann­ar lög­reglumaður­inn hafi tekið sér stöðu á gangi, við hlið inn­gangs­ins í íbúðina en hann hafi sjálf­ur tekið sér stöðu í eld­hús­inu. Þannig hefðu þeir getað sótt að bys­su­m­ann­in­um úr tveim­ur átt­um, kæm­ist hann inn. Hinn lög­reglumaður­inn hafi fylgst með at­b­urðarás­inni út um glugga.

Systkin­in telja að lög­reglu­menn­irn­ir hafi verið í íbúðinni frá um klukk­an 3.30 til um 5, þegar liðsmenn sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra fylgdu þeim út. Það bar mjög brátt að. Stúlk­an seg­ir að sér­sveit­ar­menn hafi barið á dyrn­ar og lög­reglu­menn­irn­ir tveir í fyrstu ekki verið viss­ir um að þarna væru lög­reglu­menn á ferð. Síðan hafi þeir sagt að all­ir ættu að fara út þegar í stað. Þau hafi ekki haft ráðrúm til að klæða sig og hún var því aðeins á nátt­föt­un­um og ber­fætt þegar þau yf­ir­gáfu íbúðina. Sér­sveit­ar­menn­irn­ir hafi fylgt þeim niður stiga­gang­inn, skýlt þeim með skjöld­um sín­um og beint byss­um sín­um að íbúð manns­ins þegar þau fóru fram­hjá henni. Stiga­gang­ur­inn var þá full­ur af reyk eða gasi og leysimið sem lög­regla not­ar til að miða byss­um sín­um sáust því vel. Stúlk­an seg­ist hafa þurft að hlaupa dá­lít­inn spöl í snjón­um ber­fætt og auðvitað orðið ískalt. „Ég fæ gæsa­húð þegar ég hugsa um þetta núna,“ seg­ir hún.

Fékk enga hjálp

Systkin­in og ann­ar ná­granni manns­ins sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær lýsa því hvernig veik­indi bys­su­manns­ins virðast hafa ágerst und­an­farið. Þau lýsa ýmsu ónæði af hans völd­um, hann talað eða rif­ist við sjálf­an sig, sparkað ít­rekað í bíl sem hann átti o.fl. Ná­grann­inn taldi að mann­in­um hefði hrakað í kjöl­far árekst­urs sem hann hefði lent í fyr­ir um tveim­ur vik­um.

„Greyið maður­inn, hann fékk enga hjálp. En lögg­an gerði allt sem hún gat,“ seg­ir stúlk­an.

Göt eftir haglabyssuskot mannsins á stigagangi fjölbýlishússins.
Göt eft­ir hagla­byssu­skot manns­ins á stiga­gangi fjöl­býl­is­húss­ins. mbl.is/​Rósa Braga
Enn má greina blóðslóð á ganginum.
Enn má greina blóðslóð á gang­in­um. mbl.is/​Rósa Braga
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert