Stjórnvöld eru með það til skoðunar að leggja fram lagafrumvörp sem myndu þrengja að núverandi starfsumhverfi föllnu bankanna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru tilbúin drög að slíkum frumvörpum í fjármálaráðuneytinu sem gætu hugsanlega verið lögð fyrir Alþingi í vetur.
Í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur m.a. fram, að frumvörpunum er meðal annars lagt til að settur verði tímafrestur á slitameðferð bankanna og að við gjaldþrotaskipti fái kröfuhafar aðeins greitt í krónum.