Brottfluttir bera skarðan hlut frá lækkunarborðinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu tillögurnar …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu tillögurnar í Hörpu. Ómar Óskarsson

Þeir sem hafa greitt upp hús­næðislán sín og hafið störf í nýju landi, og greiða ekki skatta á Íslandi, hafa ekki mögu­leika á að end­ur­heimta hluta af þeirri hækk­un sem varð á höfuðstól verðtryggðra hús­næðislána þeirra á ár­un­um 2007-2010, miðað við til­lög­ur sér­fræðinga­hóps um lækk­un hús­næðis­skulda. Það gætu þeir á hinn bóg­inn ef þeir byggju hér enn og störfuðu.

Þetta staðfest­ir Sig­urður Hann­es­son, formaður sér­fræðinga­hóps­ins.

Í til­lög­um sér­fræðinga­hóps­ins kem­ur fram að þeir sem hafa greitt upp verðtryggð lán eigi að njóta lækk­un­ar­inn­ar með þeim hætti að þeir fá skatta­afslátt sem þeir geta nýtt á fjór­um árum. Sig­urður seg­ist gera ráð fyr­ir að skatta­afslátt­ur­inn verði í formi end­ur­greiðslu sem verði gerð upp við álagn­ingu rík­is­skatta­stjóra í ág­úst.

Ekki brot á jafn­ræðis­regl­um

Í sam­tali við Morg­un­blaðið benti Sig­urður á að þeir sem hefðu greitt upp verðtryggð lán en skulduðu enn í hús­næði til eig­in nota, myndu fá höfuðstól nú­ver­andi hús­næðislána lækkaðan, hvort sem lán­in væru verðtryggð eða óverðtryggð. Ef þeir hefðu á hinn bóg­inn greitt upp öll hús­næðislán og væru skuld­laus­ir að því leyti, myndu þeir fá leiðrétt­ingu í gegn­um skatt­kerfið, þ.e. með skatta­afslætti.

Í kjöl­far hruns­ins haustið 2008 fluttu marg­ir Íslend­ing­ar utan í leit að vinnu og bjart­ari framtíð. Óhætt er að gera ráð fyr­ir að ein­hverj­ir þeirra hafi selt hús sín og greitt upp þær skuld­ir sem á þeim hvíldu áður en þeir fluttu út.

Aðspurður sagði Sig­urður að þeir sem væru að störf­um ytra og greiddu skatt þar, en ekki á Íslandi, gætu ekki nýtt sér skatta­afslátt sem þeir fengju hér á landi, yrði til­lög­un­um hrint í fram­kvæmt. Ekki væri held­ur greitt inn á höfuðstól lána sem hefðu verið tek­in til kaupa á hús­næði er­lend­is.

Til­lög­ur sér­fræðinga­hóps­ins gagn­ast þess­um hóp því ekki, þótt hann hafi orðið fyr­ir jafn miklu tjóni af völd­um verðbólgu­skots­ins 2007-2010 og þeir sem enn búa hér.

Á sama hátt geta þeir sem vinna er­lend­is og borga þar skatta ekki greitt inn á hús­næðis­skuld­ir hér á landi í stað þess að greiða í sér­eigna­sjóð.

Sig­urður bend­ir á að það séu hag­fræðileg rök fyr­ir því að greiða ekki út reiðufé til að bæta hlut þeirra sem hafa greitt upp skuld­ir, það auki m.a. þenslu í sam­fé­lag­inu. Þess vegna hafi verið far­in sú leið að veita inn­eign hjá skatt­in­um. „Það eru jafn­ræðis­sjón­ar­mið fyr­ir því að all­ir sitji við sama borð, að það sé ekki hóp­ur sem fái út­greitt í reiðufé á meðan aðrir þurfa að taka þetta út í gegn­um skatt­inn,“ seg­ir hann. „Þetta nýt­ist ekki fólki nema það greiði hér skatta en all­ir eiga þessi rétt­indi,“ seg­ir hann.

Úrsk­urða um vafa­mál

Benda má á að frum­vörp sem eiga að hrinda til­lög­um sér­fræðinga­hóps­ins í fram­kvæmd hafa ekki litið dags­ins ljós og hugs­an­lega munu þau taka á ann­an hátt á hags­mun­um þeirra hópa sem rætt er um hér að ofan.

Þar að auki er rétt að benda á að sér­fræðinga­hóp­ur­inn legg­ur til að sett verði á lagg­irn­ar úr­sk­urðar­nefnd sem á að skera úr um vafa­mál um skulda­lækk­un­ina. For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur nú opnað upp­lýs­inga­vef um aðgerðaráætl­un­ina á vef­slóðinni http://​skulda­lei­drett­ing.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka