Lesendur mbl.is geta nú spreytt sig á nokkrum spurningum úr stærðfræðihluta PISA-könnunar OECD fyrir árið 2012. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur í tíunda bekk grunnskóla.
Lesendur fá tækifæri til að svara tíu krossaspurningum og sjá hvernig þeir standa sig í samanburði við tíundu bekkinga. Að því loknu geta þeir deilt niðurstöðunum á Facebook-síðu sína.
Frammistaða íslenskra nemenda í stærðfræði, lesskilningi og náttúrulæsi var undir OECD-meðaltali samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar og hefur frammistöðu þeirra í öllum prófþáttum hrakað á tíu ára tímabili. Sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra að niðurstöðurnar væru verulegt áfall og vondar fréttir fyrir grunnskólanemendur og þjóðina.
Spurningar úr stærðfræðihluta PISA 2012