Spreyttu þig á PISA-könnuninni

PISA-könnunin er lögð fyrir 15 ára nemendur.
PISA-könnunin er lögð fyrir 15 ára nemendur. mbl.is/Eyþór Árnason

Les­end­ur mbl.is geta nú spreytt sig á nokkr­um spurn­ing­um úr stærðfræðihluta PISA-könn­un­ar OECD fyr­ir árið 2012. Könn­un­in var lögð fyr­ir 15 ára nem­end­ur í tí­unda bekk grunn­skóla.

Les­end­ur fá tæki­færi til að svara tíu krossa­spurn­ing­um og sjá hvernig þeir standa sig í sam­an­b­urði við tí­undu bekk­inga. Að því loknu geta þeir deilt niður­stöðunum á Face­book-síðu sína.

Frammistaða ís­lenskra nem­enda í stærðfræði, lesskiln­ingi og nátt­úru­læsi var und­ir OECD-meðaltali sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar og hef­ur frammistöðu þeirra í öll­um prófþátt­um hrakað á tíu ára tíma­bili. Sagði Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra að niður­stöðurn­ar væru veru­legt áfall og vond­ar frétt­ir fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur og þjóðina.

Spurn­ing­ar úr stærðfræðihluta PISA 2012

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert