Ríkisstjórnin nýtur stuðnings rétt ríflega helmings svarenda sem afstöðu taka í nýrri netkönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir Morgunblaðið.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 50,3% styðja ríkisstjórnina en 49,7% sögðust ekki gera það, að því er fram kemur í úttekt á niðurstöðum könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.
Könnunin var gerð eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum voru kynntar.