Birgitta segist ekkert vita um hleranir

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir í stuttri yfirlýsingu að hún viti ekki til þess að símar Alþingis hafi verið hleraðir á um fjögurra mánaða tímabili í lok árs 2009 og byrjun 2010. „Ég hef aldrei séð eða heyrt þessar meintu hljóðritanir,“ segir hún. 

Ef marka má gögn sem birt voru á vefsíðunni Wired.com í gær voru símar þingsins hleraðir á þessu tímabili, en á svipuðum tíma fannst óþekkt tölva í húsakynnum Alþingis sem enginn kannaðist við en merkingar höfðu verið fjarlægðar af henni og fingraför. Grunur lék á að hún hefði verið notuð til þess að brjótast inn í tölvukerfi þingsins en málið hefur enn ekki verið upplýst

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að þingið muni að sjálfsögðu vera í sambandi við lögregluna, fjarskiptaeftirlit og tæknifólk vegna málsins.

Í kvöld barst svo eftirfarandi tilkynning frá Birgittu, en hún hefur eins og kunnugt er tengsl við Wikileaks. „Í ljósi umræðu sem skapast hefur um „meintar“ hljóðritanir úr símkerfi Alþingis, eftir birtingu dómsskjala er tengjast WikiLeaks frá Bandaríkjaher, vil ég koma því á framfæri að ég hef aldrei séð eða heyrt þessar meintu hljóðritanir og veit ekki til þess að þær séu til.“

Frétt mbl.is: Voru símar Alþingis hleraðir?

Mögulegar hleranir til lögreglu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert